Tómatkjúklingur í ofni

Þessi réttur heppnaðist mjög vel og er nokkuð einfaldur í framkvæmd. Leyndarmálið er fengið frá Hunt's en frá þeim er hægt að kaupa heilmikið af gómsætum tómatvörum. Að þessu sinni valdi ég "Hunt's Diced with green pepper, celery & onion" en það er í niðursuðudós (14.5 oz/411 g)

 

Hráefni:

2 kjúklingabringur

1 dós Hunt's Diced (tómatteningar) með grænni papriku, sellerí og lauk

1 lítil dós kókosmjólk (165 ml)

1/2 gul paprika

2 ananassneiðar (eða 1/2 epli/mangó)

2 msk rjómaostur (hreinn)

2 msk sweet chilli sósa

2 tsk balsamedik

3 msk olía (í þetta skiptið notaði ég Isio 4, en extra virgin ólívuolía hentar líka mjög vel)

basilikum eftir smekk, eða einhver önnur kryddjurt (ég notaði frostþurrkað, en auðvitað er ferskt alltaf best)

1 poki hrísgrjón (Notaði Tilda Basmati & Wild, fæst ekki í pokum en magn sem samsvarar því sem er í pokunum er passlegt, gleymdi að vigta)

Rifinn ostur 

 

Aðferð:

Kjúklingabringur eru skornar niður í bita (gúllas-stærð). Olía, sweet chilli, balsamedik og basilikum hrært saman og hellt yfir kjúklinginn og látið marinerast í einhvern tíma (a.m.k. hálftími, en nokkrir klukkutímar í ísskáp er enn betra, þá nær kryddið að síast betur í kjúklinginn). Hrísgrjónin eru sett í pott með sjóðandi vatni og smávegis salti. Þau eiga að sjóða í 20 mínútur (pokahrísgrjón þurfa bara 15) Kjúklingurinn er steiktur á pönnu. Þegar bitarnir eru steiktir í gegn er bætt við papriku og ananas og látið steikjast. Gott er að hafa lok á pönnunni, svo að allur safi gufi ekki upp. Tómatdósinni og kókosmjólkinni er hellt yfir. Látið krauma í nokkrar mínútur og að lokum er rjómaosturinn látinn bráðna út í. Hrísgrjónunum er blandað saman við og þetta er síðan allt saman sett í eldfast mót og rifinn ostur yfir. Hitað í ofni við 200°C þar til ostur er orðinn gullinbrúnn.

Borið fram með fersku salati. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi er afar girnileg finnst mér,Ætla einhverntíma að prófa hana.

mamma (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband