Heitur réttur með skinku

Þessi réttur sló í gegn hjá mér einhverja helgina sem ég bauð gestum í kaffi. Að þessu sinni voru það Kristín María, Pétur og Iðunn sem voru smakkarar...að mig minnir...

 

Hráefni:

½ paprika

sæt kartafla (lítil)

½ epli

blaðlaukur eftir smekk

sveppir eftir smekk

1 pakki skinka/kjúklingaskinka

1 dós maísbaunir (lítil)

½ dós skinkumyrja

1 dós sýrður rjómi (18%)

Krydd: Karrý, töfrakrydd frá Pottagöldrum, sletta af balsamediki og sætu sinnepi

1-2 pokar hrísgrjón

Rifinn ostur eftir smekk

Ristað brauð 

 

Aðferð:

Byrjað á að koma hrísgrjónunum í suðu. Því næst er sæt kartafla, paprika, epli, sveppir og blaðlaukur steikt á pönnu upp úr smjörva eða olíu. Skinku og maísbaunum bætt út í og einnig ostinum og sýrða rjómanum. Kryddað og svo er gumsinu hrært saman við hrísgrjónin og sett í eldfast mót. Rifnum osti stráð yfir og hitað í ofni við 200°C þar til ostur er gullinbrúnn. Borið fram með ristuðu brauði

Bon appetite!! Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er þessi neitt slor frekar en hinar hlakka til að prófa og smakka kv.mamma.

mamma (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 14:17

2 identicon

Hehe, svolítið fyndið að vera að gefa múttu uppskriftir...

Mathákurinn sjálfur (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 14:56

3 identicon

Jú jú af því lærabörnin sem fyrir þeim er haft .Smá grín  knúsm,Mútter

mamma (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 17:41

4 identicon

Hæ bara mútter gamla að kíkja ,kv.mútter

mamma (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband