Halla Jónsdóttir

Ég er fædd á því herrans ári 1982 og því ef til vill ekki komin með víðtæka reynslu í "húsmóðurstarfinu". Ég eignaðist son 2003 og við bjuggum fyrst á Akureyri en svo í Kópavogi og Reykjavík. Ég er þó sveitabarn í húð og hár, því ég ólst upp í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu (það heitir víst Þingeyjarsveit núna eftir sameiningu sveitafélaganna). Eftir grunnskóla stundaði ég nám við Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan af málabraut árið 2002. Eftir það vann ég á leikskóla og átti svo son minn. Eftir fæðingarorlof vann ég aftur á leikskóla en ákvað svo að mennta mig meira og hóf nám við Háskólann á Akureyri haustið 2004. Þar tók ég eina önn í skiptinámi við skóla í Danmörku og það var reynsla sem ég sé ekki eftir. Vorið 2007 útskrifaðist ég sem grunnskólakennari. Þrátt fyrir þann starfstitil ákvað ég samt að fara aftur í leikskólastarfið og flytja á höfuðborgarsvæðið.  Vorið 2012 eignaðist ég annan dreng og við búum nú í Reykjavík með föður hans.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Halla Jónsdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband