Fyrsta uppskriftin!

Ég hef ákveðið að byrja á túnfisksalatinu mínu víðfræga, en það má útfæra á marga vegu. Það sem ég kýs að setja í það hverju sinni, fer oft eftir innihaldi ísskápsins. Ég er reyndar hrikaleg með að segja fyrir um nákvæmar mælieiningar, því ég sletti bara einhverju gumsi í skál...en ég giska bara. Smile

Túnfisksalat að hætti Höllu: 

2 msk majones

1 msk sýrður rjómi (það má líka nota súrmjólk/ab-mjólk)

1 dós túnfiskur í vatni

1-2 tsk pestó (að eigin vali, oftast nota ég rautt frá Filippo Berio)

2-3 tsk sætt sinnep (má líka nota hunangs sinnep, en það er samt sterkara)

2-3 harðsoðin egg

1/4-1/3 blaðlaukur (fer eftir smekk og stærð, það má líka nota hvaða lauk sem er, en mér finnst blaðlaukurinn bestur)

1/5-1/4 gúrka

1/2-1 paprika (litur að eigin vali, en mér finnst gul og appelsínugul best)

1/4 dós ananas/ananaskurl (mér finnst betra að kaupa sneiðar og skera sjálf niður, ég þerra þær með pappír áður en ég sker þær, ef notað er kurlið verður salatið þynnra)

Krydd að eigin vali (t.d. kryddin frá Pottagöldrum, ég nota mest kryddin "best á allt" og "töfrakrydd", svo er klassískt að skella "Season All" í salatið, svörtum pipar, "Aromat" (reyndar er msg í því, en það er bara svo gott) og paprikukryddi. Ég set jafnvel smá karrý og basilikum. Reyndar má nota hvað sem er, leyfið ímyndaraflinu bara að njóta sín) 

Tips: Best að hræra majonesið aðeins áður en annað er sett út í. Eggin eru harðsoðin eftir svona 8 mínútur (jafnvel fyrr, en ég hef þau alltaf í a.m.k. 8 mínútur, eitthvað sem ég held að mamma hafi kennt mér í denn...) Svo finnst mér best að krydda áður en grænmetið fer út í, þ.e. þegar einungis majó, sýrður og túnfiskur er kominn í skálina. Ég enda á eggjunum, en græja hitt á meðan eggin sjóða.  

ATH. Í stað ananass set ég gjarnan epli eða vínber. Einnig hef ég sett piparost í salatið og það kom mjög vel út. Hin ýmsu fræ er líka góð, t.d. sólblómafræ og graskersfræ. Lykillinn að góðu túnfisksalati er sá að setja það sem manni finnst gott út í. Wink

Njótið!! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband