Fiskur í ofni með ostasósu

Þessi uppskrift dugar handa 3-4 fullorðnum og bragðaðist mjög vel. Gjörið þið svo vel! Smile

 

Fiskur í ofni með ostasósu 

2 flök fiskur (eða 4 minni bitar)

blaðlaukur

epli

paprika

tómatar

furuhnetur

kókosflögur

2 bollar hrísgrjón eða 1 poki (ég notaði blöndu af villihrísgrjónum, rauðum hrísgrjónum og hýðishrísgrjónum frá Rapunzel að mig minnir)

Krydd sem notuð voru á fiskinn: Fiskikrydd frá Gevalia og hvítlaukspipar 

Sósa:

1 askja rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum

1/2 askja hreinn rjómaostur (stærri askjan)

mjólk 1/4-1/2 líter, ekki meira en 1/2, má líka nota rjóma

Krydd í sósu: Fiskikrydd, hvítlaukspipar og karrý 

Aðferð: Hrísgrjón soðin. Fiskur skorinn í bita og kryddaður. Yfir hann er sett restin af innihaldinu. Því næst hrísgrjónin þegar þau eru soðin og að lokum hellist sósan yfir allt saman og ostur settur yfir og inn í ofn í ca. 30 mínútur. 

 Ath: Sum hrísgrjón hafa mjög langan suðutíma, því er best að athuga það áður en hafist er handa við hitt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband