Tómatmakkarónur

Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár!!

Þennan rétt gerði ég fyrir jólasaumaklúbbinn við nokkuð góðar undirtektir.

 

Hráefni:

Makkarónur, ca. 300 400g miðað við ósoðnar

1/2 -1 pakki skinka (svona bunkapakki)

1/2 - 1 dós niðursoðnir tómatar (stewed tomatoes frá Hunt's)

1 lítil dós gulrætur (svona niðursoðnar baby-gulrætur, en endilega notið frekar ferskar ef þið hafið tíma)

ca. 2-3 dl soðnar kjúklingabaunir

1 lítill eða hálfur stór rauðlaukur

1/4 líter grænmetissoð (teningar frá Knorr)

ca. 2 dl rjómi

ca. 2 dl mjólk

ca. 2-3 dl tómatsósa

svartur pipar

Chicken Herb Seasoning with garlic and herbs (hvítlauk og jurtum) frá McCormick  

 

Aðferð: Makkarónur soðnar. Allt hitt steikt á pönnu, byrjað á lauknum, skinkunni og tómötunum síðan baunirnar og gulræturnar. Soðnum makkarónum blandað saman við sósuna og sett í eldfast mót. Rifinn ostur yfir og hitað í ofni við 200°C í ca. 15-20 mínútur, eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn. Einnig má borða þetta beint af pönnunni með einhverju meðlæti, brauði, salati eða hverju sem hugurinn girnist. Einnig er eflaust mjög gott að nota hrísgrjón í stað makkaróna. Verði ykkur að góðu! 

jólahallan

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband