3.7.2009 | 00:24
Fiskur og grísk jógúrt í eftirrétt
Fiskur međ tómatkókossósu og hrísgrjónum
2 flök ýsa (eđa annar hvítur fiskur)
Marinering:
2-3 dl matarolía
2-3 msk soya sósa (mćli međ Kikkoman)
salt og pipar
lime-börkur (smávegis rifiđ rifjárni, ca. 1 msk)
skvetta af lime-safa (ca. 1/2 dl)
50 g smjör til steikingar
Sósa:
1 dós hakkađir tómatar (ég notađi međ papriku og basiliku, úr Nettó)
1 lítil dós kókosmjólk (eđa hálf stór dós)
1 askja hvítlauksrjómaostur međ graslauk (fćst frá Ostahúsinu og Bónus)
˝ paprika
4-5 kartöflur
svartur pipar
2-3 tsk tandoori krydd (fćst t.d. frá Pottagöldrum)
salt
2-3 tsk lárviđarlaufsduft og 2-3 tsk salvíuduft (eđa bara eitthvađ svona ítalskt grćnt krydd)
Ađferđ:
Ofninn hitađur í 200°C. Kartöflur afhýddar og sneiddar í fremur ţunnar sneiđar, ég notađi rifjárn. Ţćr eru svo skolađar úr köldu vatni og ţeim rađađ í eldfast mót. Papriku og blađlauk stráđ ofan á. Tómatarnir, kókosmjólkin og rjómaosturinn hitađ á pönnu eđa í potti og kryddađ. Síđan er ţví hellt í eldfasta mótiđ og álpappír settur yfir. Sett í ofninn og hitađ í 30-45 mínútur, eđa ţar til kartöflurnar eru sođnar í gegn.
Fiskurinn er skorinn í bita og settur í skál og marineringunni hellt yfir og hrćrt vel. Látiđ standa í smá tíma, ca. 5-10 mínútur. Hann er svo steiktur upp úr smjöri viđ fremur lágan hita ţar til hann er eldađur í gegn.
Ţetta er svo boriđ fram međ hrísgrjónum, ég valdi blöndu af villihrísgrjónum og hýđishrísgrjónum (villihrísgrjónin eru svört) Í vatniđ bćtti ég viđ grćnmetiskrafti í stađ salts. Muniđ ađ athuga suđutíma á grjónunum áđur en hafist er handa, ţví hann getur veriđ frá 10 mínútum upp í 45 mínútur.
Eftirréttur úr grískri jógúrt
1 dós grísk jógúrt
1-2 dl bláber
vínber
2-3 msk hunang
1 msk heslihnetusýróp (má sleppa, en gefur mjög skemmtilegt bragđ)
Botn:
3-4 dl múslí (ég notađi Chrunchy frá Euroshopper, einnig má nota kex)
súkkulađispćnir (ţarf ekki ef notađ er súkkulađikex)
1 dl pönnukökusýróp
smávegis vatn
Ađferđ:
Múslí, súkkulađispćnir, pönnukökkusýróp og smá slettu af vatni (svo ađ botninn verđi ađeins blautari og fastari í sér) hrćrt saman og sett í botn á eldföstu móti. Bláber stöppuđ/kramin eđa sett í matvinnsluvél og jógúrtinni blandađ saman viđ. Heslihnetusýróp og hunangi svo hrćrt saman viđ. Ţessari blöndu er svo hellt ofan á botninn. Vínber skorin í bita og sett ofan á. Ţetta er svo kćlt og jafnvel fryst í smátíma áđur en ţađ er boriđ fram.
Njótiđ vel!
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:26 | Facebook
Athugasemdir
Hljómar mjög girnilegt hlakka til ađ prófa ţetta
mamma (IP-tala skráđ) 3.7.2009 kl. 17:03
Sammála mömmu... langar geđveit ađ prófa ţetta... svo ekki sé talađ um ađ smakka:D Sjáumst á miđvikudaginn;)
Maja (IP-tala skráđ) 6.7.2009 kl. 22:35
Hć og takk fyrir síđast :) Rakst bara á ţetta fyrir tilviljun, vafrandi á mbl. Eftirrétturinn er mjög ađ mínu skapi ;) Er ađ hugsa um ađ prófa bara :)
Ţórunn Ţ. (IP-tala skráđ) 7.7.2009 kl. 11:33
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.