Baunaréttur

Einn fínn gumsréttur fyrir 2-3

1 bolli hrísgrjón (í þetta skiptið notaði ég blöndu af hvítum, hýðis- og villihrísgrjónum)
1/2 teningur grænmetiskraftur

sætar kartöflur, ca. 2 dl eða botnfyllli á wok pönnunni
2 sveppir (eða fleiri, ég átti bara ekki meira)
3 sneiðar kjúklingaskinka
ca. 2-3 dl af kjúklingabaunum
lítil dós kókosmjólk
1/2 smádós tómatpúrra
hvítlaukspipar
tandoori krydd
timían
ca. dl furuhnetur
1-2 msk sweet chilli sósa

Byrjað á að setja hrísgrjónin í pott, það er passlegt að setja 2 og 1/2 eða 3 bolla af vatni á móti einum bolla af grjónum. Krafturinn settur í vatnið og leystur upp, svo grjónin. Soðið eins og pakkning segir til um.  Ath. það þarf meira vatn eftir því sem suðutíminn er lengri.

Sætar kartöflur skornar í frekar litla bita og steiktar á pönnu. Þegar þær eru að verða steiktar í gegn er hinu gumsinu hent saman við, fyrst sveppum og baunum og svo hinu. Kryddað eftir smekk, byrja rólega og smakka til.

Þegar grjónin eru soðin er þeim hrært saman við gumsið og borið fram. E.t.v. er gott að hafa naan brauð eða annað gott með, en ég borðaði þetta bara án meðlætis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband